is 05/13
Uppsetning ljósnema
(Valkvæmur aukabúnaður)
Eftir uppsetningu og stillingu hurðaopnarans, má setja upp ljósnema.
Uppsetningarleiðbeiningarnar fylgja með ljósnemunum.
Hinir valkvæmu ljósnemar tryggja að hurðin sé opin, eða haldist
opin, ef fólk, sérstaklega ung börn, eru nálægt hurðinni.
Ljósnemarnir gera það að verkum að hurð sem er að lokast opnast, eða að
opin hurð lokast ekki, ef einstaklingur sem er nálægt hurðinni sker geislann
frá skynjaranum.
Sérstaklega er mælt með ljósnemunum fyrir fjölskyldur með ung börn.
20
Að tengja opnarann
Tengdu opnarann samkvæmt staðarreglum og reglugerðum við
rétt uppsetta jarðtengda vegginnstungu.
ATHUGIÐ: Þegar kveikt er á opnaranum, er einnig kveikt á opnaraljósinu
í stuttan tíma.
Forritun og prófun opnarans
Hurðaopnarinn ætti einungis að vera notaður ef notandinn
getur séð allt svæðið umhverfis hurðina og sé þess fullviss
að engar hindranir séu fyrir og að hurðaopnarinn sé rétt stilltur.
Enginn má fara um hurðina á meðan hún hreyfist. Áður en hurðin er fyrst
opnuð, skaltu ganga úr skugga um að slökkt sé á allri virkni sem er óþörf.
Fjarlægðu öll festingaráhöld og verkfæri frá snúningssvæði hurðarinnar.
22
21
Stilling á endastöðum
Endastöður eru þær stöður sem hurðin stöðvast í þegar hún er hreyfð upp
eða niður. Fylgið eftirfarandi skrefum til að stilla endastöðurnar.
Hurðaopnarinn er með tveimur hraðastillingum. Hugbúnaður hurðaop-
narans velur sjálfkrafa hentugan hraða þegar kerfið er stillt. Lyftihurðir og
heilar hurðir hreyfast sjálfkrafa á litlum hraða, eins og reglur mæla fyrir um.
Hurðir sem hafa styttri brautarlengd en 190 cm hreyfast einnig hægt.
INNGANGUR:
Bílskúrshurðaopnarinn er hannaður með það í huga að allar rafrænar still-
ingar séu sem einfaldastar í notkun, til dæmis OPNA/LOKA-stillingin á
endastöðunum. Stjórntækin greina sjálfkrafa það afl sem nauðsynlegt er
fyrir hurðaopnarann til að fara í endastöður.
ATHUGIÐ:
Ef einhver hindrun stendur í vegi fyrir opnun hurðarinnar stöðvast hún.
Ef einhver hindrun stendur í vegi fyrir lokun hurðarinnar skiptir hún um
stefnu og lyftist á ný.
Til að fá frekari upplýsingar um bílskúrshurðaopnarann má finna stutt
leiðbeiningamyndband á www.liftmaster.eu eða með því að skanna kóðann
á bakhlið handbókarinnar með snjallsíma.
23
STILLINGARHNAPPAR:
Undir lokinu aftan á hurðaopnaranum eru stillingarhnappar (sjá mynd 24).
1. Fjarlægið lokið, haldið rétthyrnda stillingarhnappinum inni (á milli hnap-
panna UPP og NIÐUR ) þar til UPP-hnappurinn byrjar að blikka.
2. Haldið því næst UPP-hnappinum inni þar til hurðin er komin upp í rétta
endastöðu.
ATHUGIÐ: Hægt er að stilla eða leiðrétta endastöðuna mjög nákvæmle-
ga með UPP- og NIÐUR-hnöppunum.
3. Þegar hurðin er komin í rétta opna endastöðu skal ýta aftur á rétthyrnda
stillingarhnappinn.
Ljósið á hurðaopnaranum blikkar í stutta stund og NIÐUR-hnappurinn
byrjar að blikka.
4. Haldið því næst NIÐUR-hnappinum inni þar til hurðin er komin í rétta
lokaða endastöðu. Gætið þess að ekki sé farið of langt og að brautin
beygist ekki upp á við.
ATHUGIÐ: Hægt er að stilla eða leiðrétta endastöðuna mjög nákvæmle-
ga með UPP- og NIÐUR-hnöppunum.
5. Þegar hurðin er komin í rétta lokaða endastöðu skal ýta aftur á rétthyrn-
da stillingarhnappinn.
Ljósið á hurðaopnaranum blikkar í stutta stund og UPP-hnappurinn byr
jar að blikka á ný.
6. Ýtið á UPP-hnappinn. Þegar hurðin er komin í innstillta opna endastöðu
byrjar NIÐUR-hnappurinn að blikka.
ATHUGIÐ: Ef hurðin fer ekki í opnu endastöðuna hefur stillingin mistek-
ist. Framkvæmið þá stillinguna upp á nýtt frá 1. skrefi.
Ef hurðin fer ekki nógu langt skal lesa „Algengar spurningar“ í 33. hluta.
7. Ýtið á NIÐUR-hnappinn. Hurðin fer þá í innstilltu lokuðu stöðuna.
Stillingunni er þá lokið.